Frábær byrjun á veiðisumrinu 2016 er staðreind, mikið hefur verið af tveggja ára laxi í ánni og veiðin góð. Veður hefur verið frábært, ekki endilega fyrir veiði en svo sannalega fyrir útiveru, lítið vatn er orðið í ánni en vonandi rætist rigningarpá næstu viku. Fyrir fáeinum dögum sáust 40 tveggja ára laxar í Göngumannahyl, laxin var snöggur upp ánna þetta árið og hefur sést lax upp fyrir veiðihúsið í Laxárdal.
Veiðinni lauk í síðustu viku september, veiðin var frábær þetta sumarið rétt um 500 laxar komu á land eða um 2.6 laxar á stöng. Veiðin fór seint af stað og var borin uppi af eins árs laxi. Við gerum ráð fyrir stórlaxaári 2016.
Skoða má veiðina reglulega á þessum link, mikið af laxi er að ganga í ánna þessa dagana og því spennandi dagar framundan.
http://www.refasveit.is/veiethiboacutek-2015.html Veiðin er komin á fullt eftir frekar rólega byrjun, laxinn lét sjá sig mun seinna en undanfarin ár og hefur verið tregur að taka. Síðasta holl landaði 13 löxum og var sá stærsti 92 cm. Mest hefur verið af laxi fyrir neðan laxastiga en nokkuð af laxi hefur sést í Flúðunum og svo í Neðri Rana. Í vor fórum við í lagfæringar á ánni, svo núna er vel þess virði að gefa sér tíma til að skoða sig um milli Grófarhyls og Flúðanna. Ofan við Flúðir og til móts við Einbúa var efnilegur en vatnslaus veiðistaður en nú hefur orðið breyting á og um að gera að reyna við hann í sumar. Pistlahöfundur þekkir ekki hvort þessi staður bar nafn en auglýsir hér með eftir upplýsingum eða tillögum að nafni. Vaðhylur var orðinn vatnslítill nema þegar mikið var í ánni. Nú er hann orðinn vatnsmikill og kemur hann í langa aflíðandi beygju og hefur marga spennandi staði sem geta gefið lax, það verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út í sumar. Horneyri hefur einnig verið vatnslítil undanfarin ár og ekki verið að gefa fisk, nú verður breyting á því ef marka má myndirnar.. Þá er veiðin 2014 komin á hreint, eins og veiðimenn sem hafa lagt leið sína í Laxá á Refasveit í sumar hafa tekið eftir þá setjum við veiðitölur á netið jafn óðum, núna má sjá veiðitölur fyrir 2013 og 2014 undir flipanum Laxá hér að ofan. Veiðin endaði í 225 löxun þetta sumarið og var því undir meðaltali, meðaltal síðustu 6 ára eru 305 laxar. Veiðimenn voru allmennt mjög ánægðir með veiði sumarsins. Veiðina var 225 laxar á 252 stangardaga eða um það bil 3 laxar á dag og mikið var af tveggja ára laxi. Búið er að seiðamæla þetta sumarið sem önnur, það kom vel út og mjög mikið af 3 ára seðum í ánni sem ætti, ef aðstæður í sjó verða okkur hliðhollar, að gefa okkur góða veiði 2015. Við tókum við þessari fallegu á fyrir veiðisumarið 2014, sala veiðileyfa gekk framar vonum og seldust öll holl. Sumarið 2015 er að mestu leyti uppselt. Sáttur leigutaki með 9.2kg lax úr Grófarhyl tekinn á Sunray Shadow.
Veiðibókin fyrir 2014 er nú aðgengileg á netinu, við munum uppfæra hana reglulega í sumar svo veiðimenn geti séð hvar laxinn er að gefa sig, velja flugur í boxið og grafa upp 25punda tauminn því mikið er af stórum laxi í ánni.
Veiðibók 2014 Þessar fyrstu vikur hafa farið ágætlega af stað, tveggja ára laxinn var mættur snemma og í miklu magni. Áin hefur hins vegar verið óvenju vatnsmikil þessar fyrstu vikur. Smálaxinn er aðeins farinn að láta sjá sig, hann virðist vera frekar seinn á ferðinni og ennþá í minna magni en hefur verið. Hann er þó vel haldinn. Tveir 8kg laxar hafa komið á land, og mikið af laxi milli 5 og 7kg. Sjá veiðibók 2014. (http://www.refasveit.is/veiethiboacutek-2014.html)
Búið er að setja upp heitan pott við veiðihúsið, einnig bjóðum við uppá internet fyrir þá sem vilja.
|
|