Veiðihúsið Torfalundur
Gott veiðihús er fram í dal á milli bæjanna Balaskarðs og Mánaskálar. Það er talið að landnámsmaðurinn Hólmgöngu-Máni hafi búið á Mánaskál og að hann sé heygður í fjallinu Illviðrahnjúki, sem er þar fyrir ofan. Veiðihúsið er í landi Mánskálar og er búið helstu nútímaþægindum; þar eru tvö svefnherbergi, svefnloft, svefnskáli, dagstofa og eldhús, en einnig er ágæt verönd og gott gasgrill. Aðstaða er til að hreinsa veiðina í útivaski og þarna er geymsla með frystikistu.
Leigutakar leggja áherslu á að veiðisvæðið sé fjölskylduvænt og njóta til þess stuðnings bænda. Upplagt er fyrir vinafjölskyldur að vera þar saman og njóta þess að veiða í stórbrotinni og gjöfulli á og njóta um leið útiverunnar í fögrum og ótrúlega afskekktum dal, sem í raun er sannkölluð náttúruparadís. Sama má segja um árgilið, en í því eru fjölmargir glæsilegir berggangar og við þá myndast góðir veiðistaðir, til dæmis Garðshorn, Hurðarhylur, Gljúfrabúi, Krummi og Hjónahylur.
Frá Torfalundi er stutt er í næstu byggðarkjarna en það eru Blönduós og Skagaströnd en einungis erum um 16-20 km þangað. Á Blönduósi er nýleg og glæsileg sundlaug, hestaleiga, Laxasetur og fleira. Á Skagaströnd er einnig margt að sjá svo sem Spákonuhof og Djásn og dúllerí.
Frá Torfalundi er stutt er í næstu byggðarkjarna en það eru Blönduós og Skagaströnd en einungis erum um 16-20 km þangað. Á Blönduósi er nýleg og glæsileg sundlaug, hestaleiga, Laxasetur og fleira. Á Skagaströnd er einnig margt að sjá svo sem Spákonuhof og Djásn og dúllerí.
GistingGisting fyrir 10-12 manns
2 svefnherbergi með 2 rúmum Svefnskáli með 2 rúmum Svefnloft |
BúnaðurGrill
Sturta |
Raftæki / eldunEldavél með bakaraofni
Kaffivél Uppþvottavél Frystikista |
AnnaðGæludýr leyfð
|
Það sem taka þarf að taka meðSængufatnaður
Handklæði |
Gott að vitaHross ganga laus á Laxárdal og því borgar sig að hafa hliðið við veiðihúsið lokað þegar bílar eru á bílastæðinu.
|