Laxá á Refasveit
Laxá á Refasveit er náttúruparadís sem fáir vita um, en hún er rétt norðan við Blönduós. Áin rennur um Laxárdal, sem er grösugur og gróinn dalur. Fyrir hundrað árum voru þarna 20 býli, en nú er dalurinn að mestu leyti kominn í eyði. Þarna getur orðið ansi snjóþungt. Áin á upptök sín ofarlega í Laxárdalnum þar sem heita Kattartungur, á milli eyðijarðanna Litla-Vatnsskarðs og Refstaða. Þar skiptast á melar, móar, mýrar og nokkur smávötn eru þar. Nokkru neðar fellur Norðurá í hana, en hún á upptök sín í Norðurárdal, þar sem Þverárfjallvegur liggur yfir í Skagafjörð. Árnar sameinast fyrir ofan þjóðveg við Skrapatungurétt, sem er fornfræg stóðrétt. Neðan þjóðvegar eru háir bakkar með ánni og hún rennur um gljúfur eitt mikið.
Áin rennur til sjávar í Laxárvík, en þar er æðifagurt útsýni frá háum melum og bökkum Laxár. Til norðurs er Skagaströnd þar sem Spákonufell rís hæst fjalla og yfir flóann sér til Strandafjalla, með Gjögur í norður. Háir bakkar eru með sjó fram og þó nokkur sjávaralda og vel hægt að ímynda sér þau átök er verða þarna í stórviðrum, enda er fjaran síbreytileg og árósinn getur færist til milli ára. Fjölskrúðugt fuglalíf er þarna og æðarvarp sem var nýtt á árum áður. Stöku sinnum sjást hvalir. Nokkuð er um sel, stundum veiðimönnum til skapraunar.
Veiðisvæðið hefur verið byggt upp á undanförnum árum. Laxastigi hefur verið steyptur í árgljúfrinu, mikið mannvirki. Þar var áður brú, yfir Ámundahlaup, þar sem áin fellur í þröngu og djúpu gili. Eftir stendur tignarlegt brúarstæði og vel hægt að ímynda sér hve hrikalegt hefur verið að fara þar yfir. Þar hljóp yfir á árum áður strokufanginn Nikulás Guðmundsson, sem var á flótta undan réttvísinni. Þótti það hin mesta dirfska, enda snéru þeir frá sem veittu honum eftirför. Hann mun einnig hafa berað þeim bossa sinn („múnað“) til háðungar.
Stígur og göngustigi er niður í gljúfrið. Hann kemur niður milli Gljúfrabúa og Kistu sem eru góðir veiðistaðir. Þarna var á árum áður oft ógreiðfært og ýmsum stóð ógn af því að fara niður að ánni til veiða, en nú er það greiðfært.
Áin rennur til sjávar í Laxárvík, en þar er æðifagurt útsýni frá háum melum og bökkum Laxár. Til norðurs er Skagaströnd þar sem Spákonufell rís hæst fjalla og yfir flóann sér til Strandafjalla, með Gjögur í norður. Háir bakkar eru með sjó fram og þó nokkur sjávaralda og vel hægt að ímynda sér þau átök er verða þarna í stórviðrum, enda er fjaran síbreytileg og árósinn getur færist til milli ára. Fjölskrúðugt fuglalíf er þarna og æðarvarp sem var nýtt á árum áður. Stöku sinnum sjást hvalir. Nokkuð er um sel, stundum veiðimönnum til skapraunar.
Veiðisvæðið hefur verið byggt upp á undanförnum árum. Laxastigi hefur verið steyptur í árgljúfrinu, mikið mannvirki. Þar var áður brú, yfir Ámundahlaup, þar sem áin fellur í þröngu og djúpu gili. Eftir stendur tignarlegt brúarstæði og vel hægt að ímynda sér hve hrikalegt hefur verið að fara þar yfir. Þar hljóp yfir á árum áður strokufanginn Nikulás Guðmundsson, sem var á flótta undan réttvísinni. Þótti það hin mesta dirfska, enda snéru þeir frá sem veittu honum eftirför. Hann mun einnig hafa berað þeim bossa sinn („múnað“) til háðungar.
Stígur og göngustigi er niður í gljúfrið. Hann kemur niður milli Gljúfrabúa og Kistu sem eru góðir veiðistaðir. Þarna var á árum áður oft ógreiðfært og ýmsum stóð ógn af því að fara niður að ánni til veiða, en nú er það greiðfært.
Á veiðisvæði Laxár er veitt á þrjár veiðistangir en það mega þó aldrei vera fleiri en ein stöng í einu ofan brúar við bæinn Skrapatungu en þetta svæði hefur gefið þó nokkuð af laxi og silungi á síðastu árum. Taka má 12 laxa á hvert holl en hollið er tveir dagar; hálfur, heill og hálfur dagur en veiða og sleppa að vild eftir það. Markmiðið með kvótanum er að jafna veiðina í ánni. Einnig skal sleppa öllum hryggnum sem eru lengri en 70cm.