Frábær byrjun á veiðisumrinu 2016 er staðreind, mikið hefur verið af tveggja ára laxi í ánni og veiðin góð. Veður hefur verið frábært, ekki endilega fyrir veiði en svo sannalega fyrir útiveru, lítið vatn er orðið í ánni en vonandi rætist rigningarpá næstu viku. Fyrir fáeinum dögum sáust 40 tveggja ára laxar í Göngumannahyl, laxin var snöggur upp ánna þetta árið og hefur sést lax upp fyrir veiðihúsið í Laxárdal.