Skoða má veiðina reglulega á þessum link, mikið af laxi er að ganga í ánna þessa dagana og því spennandi dagar framundan.
http://www.refasveit.is/veiethiboacutek-2015.html
http://www.refasveit.is/veiethiboacutek-2015.html
Skoða má veiðina reglulega á þessum link, mikið af laxi er að ganga í ánna þessa dagana og því spennandi dagar framundan.
http://www.refasveit.is/veiethiboacutek-2015.html
0 Comments
Veiðin er komin á fullt eftir frekar rólega byrjun, laxinn lét sjá sig mun seinna en undanfarin ár og hefur verið tregur að taka. Síðasta holl landaði 13 löxum og var sá stærsti 92 cm. Mest hefur verið af laxi fyrir neðan laxastiga en nokkuð af laxi hefur sést í Flúðunum og svo í Neðri Rana. Í vor fórum við í lagfæringar á ánni, svo núna er vel þess virði að gefa sér tíma til að skoða sig um milli Grófarhyls og Flúðanna. Ofan við Flúðir og til móts við Einbúa var efnilegur en vatnslaus veiðistaður en nú hefur orðið breyting á og um að gera að reyna við hann í sumar. Pistlahöfundur þekkir ekki hvort þessi staður bar nafn en auglýsir hér með eftir upplýsingum eða tillögum að nafni. Vaðhylur var orðinn vatnslítill nema þegar mikið var í ánni. Nú er hann orðinn vatnsmikill og kemur hann í langa aflíðandi beygju og hefur marga spennandi staði sem geta gefið lax, það verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út í sumar. Horneyri hefur einnig verið vatnslítil undanfarin ár og ekki verið að gefa fisk, nú verður breyting á því ef marka má myndirnar.. |
|