Laxá á Refasveit
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Laxá
    • Veiðistaðalýsing
    • Veiðihús
    • Myndir
    • Myndbönd
    • Veiðibók 2013
    • Veiðibók 2014
    • Veiðibók 2015
    • Veiðibók 2016
  • Norðurá
  • Hafa samband

Nýjir leigutakar

11/12/2013

0 Comments

 
Nýjir leigutakar hafa tekið við Laxá á Refasveit en það eru heimamenn sem hafa mikinn áhuga á að auka vegferð árinnar. Leigutakar eru Atli Þór Gunnarsson á Mánaskál, Benedikt Sigfús Þórisson í Skrapatungu og Sindri Páll Bjarnason á Neðri-Mýrum. 

Veiði á næsta tímabili verður með breyttu sniði frá því sem hefur verið en frá og með veiðisumarinu 2014 verður heimilt að taka einn lax á hverja stöng daglega en eftir það má veiða og sleppa að vild. Einnig er mælst til að menn sleppi hryggnum lengri en 70 cm. Eru þetta aðgerðir til að byggja upp stofn árinnar enn frekar. 

Einnig verða veiðileyfi í Norðurá seld sér en ekki með veiðileyfum í Laxá eins og verið hefur. Er þetta gert til að reyna að auka veiði í Norðurá en hingað til hafa veiðimenn lítið reynt fyrir sér þar. Í Norðurá er staðbundinn urriði og þar hefur laxi verið sleppt. Árlega greinist þar klak og á síðasta ári veiddist þar lax. Sleppa skal öllum laxi í Norðurá en taka má allan urriða. Það er von leigutaka að sala veiðileyfa í Norðurá muni varpa ljósi á stöðu árinnar og möguleika hennar til framtíðar.

Veiði í Laxá á síðasta ári var góð eða 475 laxar í heildina. Meðalveiði Laxár síðstliðin 5 ár var 320 laxar á 2-3 stangir. Sala veiðileyfa er hafin og er hægt að panta veiðileyfi í gegn um síðuna hér.

Leigutakar vonast til að Laxá á Refasveit muni eflast og nýjir og gamlir veiðifélagar haldi áfram að njóta árinnar og náttúrunnar.
0 Comments

Your comment will be posted after it is approved.


Leave a Reply.

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015
    October 2014
    July 2014
    June 2014
    April 2014
    November 2013

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.